fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þetta sagði Eiður Smári þegar hann mætti á gamlar heimaslóðir í Barcelona í gær

433
Föstudaginn 17. febrúar 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum leikmaður Barcelona var á meðal þeirra sem mættu á Nou Camp í gær þegar Manchester United heimsótti Nývang í Katalóníu.

Með Eiði var meðal annars hinn geysivinsæli fjölmiðlamaður, Auðunn Blöndal sem er harður stuðningsmaður Manchester United.

Eiður Smári sem er að margra mati fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslands lék 114 leiki fyrir Barcelona á ferlinum.

Eiður lék með Barcelona í þrjú ár og vann flesta þá titla sem í boði eru. Eiður samdi við Barcelona árið 2006 og var þar til ársins 2009.

„Eiður að labba inn á Nou Camp: þið vitið að ég á 100 leiki hérna,“ skrifar Auðunn á Twitter í gær þegar þeir félagar voru að rölta inn á Nývang minnti Eiður ferðafélaga sína á afrek sín í Katalóníu.

Leikurinn var hinn skemmtilegasti og endaði með 2-2 jafntefli en Eiður sjálfur hætti í knattspyrnu árið 2016 og hefur síðan þá starfað í sjónvarpi og sem þjálfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning