fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

United þarf að hafa hraðar hendur – Bayern gæti mætt með seðlana að borðinu í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen fylgist grannt með gangi mála hjá Marcus Rashford, stjörnu Manchester United. Bild segir frá þessu.

Rashford hefur verið frábær fyrir United á þessari leiktíð og skorað 21 mark í öllum keppnum.

Bayern hefur fylgst vel með Rashford frá því hann heillaði með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Samningur Rashford við United rennur út eftir næstu leiktíð, en félagið virkjaði eins árs framlengingarákvæði í samningi hans í desember.

Ljóst er að Rashford verður ekki ódýr í sumar í ljósi frammistöðu hans á leiktíðinni. Bayern gæti því beðið fram á sumarið 2024 og reynt að fá hann á frjálsri sölu.

Hjá United vilja menn hins vegar ólmir framlengja samning hins 25 ára gamla Rashford.

Rashford er ekki eini leikmaðurinn sem Bayern hefur áhuga á. Þýska félagið er einnig að skoða það að bjóða í Harry Kane. Samningur hans við Tottenham rennur einnig út sumarið 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína