fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Gefast ekki upp á Bellingham en vita að möguleikinn er ekki mikill

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur enn áhuga á Jude Bellingham og ætlar sér að taka þátt í kapphlaupinu um hann. Þetta kemur fram í Daily Telegraph.

Bellingham er einn allra eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er á mála hjá Borussia Dortmund en það þykir ansi líklegt að enski miðjumaðurinn fari annað næsta sumar.

Talið er að Liverpool og Real Madrid leiði kapphlaupið um Bellingham, sem verður líklega rándýr.

Chelsea hefur hins vegar áhuga en er samkvæmt fréttum langt frá því að vera líklegasti áfangastaður Bellingham .

Frá komu Todd Boehly til félagsins hefur Chelsea eytt yfir 600 milljónum punda. Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea áttar sig á að það verður ansi erfitt að klófesta Bellingham en hefur ekki gefið upp vonina.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Birmingham 2020. Frábær frammistaða hans með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar var ekki til að minnka áhugann á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Í gær

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Í gær

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Í gær

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út