fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Greenwood fær ekki að spila með United á þessu tímabili

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 13:33

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood mun ekki spila með Manchester United á þessari leiktíð og óvíst er hvað gerist í framtíðinni. Mirror heldur þessu fram.

United er að skoða mál Greenwood og rannsaka það eftir að lögreglan í Manchester felldi niður mál hans á dögnuum.

Greenwood hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum unnustu sinni en málið var látið falla niður . Frá því að lögregla hóf rannsókn hefur Greenwood ekki fengið að æfa eða spila með United. Félagið skoðar nú málið, gæti félagið tekið þá ákvörðun að rifta samningi hans.

Greenwood þénar 75 þúsund pund á viku til ársins 2025 og þyrfti United að greiða þá upphæð til framherjans sem er 21 árs gamall.

Framherjinn á að baki einn A-landsleik fyrir England en sá leikur kom gegn Íslandi á Laugardalsvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“