fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Arteta ómyrkur í máli: „Þetta voru ekki mannleg mistök“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 16:39

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta segir að hann og leikmenn Arsenal hafi verið brjálaðir eftir dómaramistök sem kostuðu liðið tvö stig gegn Brentford um helgina.

Lee Mason myndbandsdómari gleymdi að teikna rangstöðulínu sem hefði gert jöfnunarmark Brentford í leiknum ógilt.

Arteta sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir stórleik Arsenal við Manchester City á morgun. Skytturnar eru á toppi deildarinnar með 3 stiga forskot á City, auk þess að eiga leik til góða.

„Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta snerist um að skilja ekki starfið þitt,“ segir Arteta.

Arsenal hefur fengið afsökunarbeiðni vegna atviksins. Arteta kunni að meta það en segir það þó engu breyta.

„Ég verð aðeins sáttur ef þeir gefa mér stigin tvö til baka.

Ég kann að meta það að afsökun þeirra var einlæg. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur