fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

„Auðvelt í svona stöðu að vera voða harður og segja mönnum að halda kjafti og mæta í vinnuna“

433
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í Íþróttavikunni með Benna Bó í þetta skiptið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mætti þá í settið. Með henni þar sat Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Jadon Sancho er snúinn aftur í lið Manchester United eftir erfiða tíma og var til umræðu.

„Það er oft auðvelt í svona stöðu að vera voða harður og segja mönnum sem eru með 40 milljónir á viku að halda kjafti og mæta í vinnuna og standa sig. En auðvitað fylgir því rosalegt álag að vera toppíþróttamaður. Líkaminn getur gert hitt og þetta en andlega þarftu að vera í lagi,“ segir Hörður.

United er líklega búið að missa af Arsenal og Manchester City í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn eftir jafntefli gegn Leeds.

„Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem United fær tækifæri til að ýta sér upp í hugsanlega titilbaráttu. Klikkuðu á móti Crystal Palace og Arsenal um daginn og aftur núna. Þeir eru ekki alveg klárir í þetta stærsta svið þó það séu miklar framfarir.“

Þorgerður tók til máls og hrósar stjóra United.

„Það er áhugavert að fylgjast með Ten Hag. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann er. Maður er að sjá svolítið hvað hann gerði með Ajax með United núna. Ég ber mikla virðingu fyrir Ten Hag.“

Hörður skaut aðeins á Þorgerði í lokin. „Lífið er að fara að verða erfitt á ný þegar maður horfir niður til Liverpool aftur.“

„Er þátturinn ekki að verða búinn?“ spurði Þorgerður og hló.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
Hide picture