Eins og flestir vita þá hefur Cristiano Ronaldo byrjað ansi vel í Sádí Arabíu en hann leikur með Al-Nassr.
Ronaldo skrifaði undir samning á síðasta ári og er nú launahæsti leikmaður allra tíma.
Portúgalinn skoraði fernu gegn Al-Wehda í vikunni en Al-Nassr hafði betur með fjórum mörkum gegn engu.
Það eru ekki mörk Ronaldo sem hafa vakið mesta athygli heldur skordýr sem sáust á leiknum í Mecca.
Engisprettur og önnur skordýr voru út um allt í stúkunni á meðan leik stóð eins og myndirnar hér fyrir neðan segja til um.
,,Þetta er það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ skrifar einn við myndirnar og bætir annar við: ,,Ég væri farinn heim með fyrsta flugi.“