fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Guardiola tjáir sig í fyrsta sinn eftir ákærur – „Við erum algjörlega saklausir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City er öruggur á því að félagið sé saklaust nú þegar enska úrvalsdeildin hefur ákært félagið.

City er ákært í 115 liðum fyrir brot á fjármögnun félagsins í gegnum langt skeið. Óháð nefnd fer yfir ákærurnar og skoðar hvað sé hæft í þessum ásökunum deildarinnar.

„Nú þegar er verið að dæma okkur, það sem gerðist í vikunni er það sama og gerðist hjá UEFA. Við vorum ásakaðir þá en núna eru það ákærur,“ segir Guardiola.

UEFA hafði dæmt City í bann frá Evrópukeppnum vegna svipaðra brota en alþjóðlegur dómstóll sýknaði félagið.

„Félagið hefur sagt mér það áður og sannað að við erum algjörlega saklausir. Af hverju ætti ég ekki að halda að við séum saklausir.“

„Þið verðið að átta ykkur á því að 19 lið í deildinni eru að saka okkur án þess að gefa okkur tækifæri til að verja okkur. Okkar fólk hefur útskýrt allt á síðustu árum, þið vitið hvar ég stend í þessu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu