Hinn vinsæla Ofurtölva er vön því að taka spilastokk sinn og stokka spilin í ensku úrvalsdeildinni.
Að þessu sinni var tölvan hins vegar forrituð til að stokka spil sín í næst efstu deildinni.
Topplið Burnley mun fljúga upp úr deildinni eins og stefnan er og Ofurtölvan tekur undir þar. Jóhann Berg Guðmundsson er í herbúðum liðsins og getur farið að undirbúa sig undir dvöl í ensku úrvalsdeildinni.
Nágrannar þeirra í Sheffield United fljúga með þeim upp ef marka má þessa virtu Ofurtölvu.
Tölvan er svo á því að Wigan, Blackpool og Rotherham falli úr deildinni.