fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Áhyggjur varðandi hugsanlega nýja eigendur United slegnar af borðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársterkir aðilar frá Katar undirbúa nú stórt og mikið tilboð í Manchester United. Daily Mail sagði frá þessu í gærkvöldi.

Hópurinn samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið.

Segir í frétt Daily Mail að tilboð þeirra til Glazer fjölskyldunnar verði lagt fram á næstu dögum, telja þeir að tilboð þeirra verði það besta sem Glazer fjölskyldan fær.

Því hefur verið velt upp hvort eignarhald Qatar Sports Investment Group á Paris Saint-Germain gæti haft áhrif á hugsanleg kaup nýrra eigenda, sem einnig eru frá Katar. Svo verður hins vegar ekki ef marka má frétt Daily Mail.

Það er vegna þess að hópurinn sem vill kaupa United myndi notast við einkasjóð, ekki ríkissjóð líkt og eigendur PSG.

Segir í frétt Daily Mail að hópurinn frá Katar vilji ausa peningum í leikmannakaup fyrir Erik ten Hag stjóra liðsins, hafi þeir mikla trú á því starfi sem hann er að vinna.

Glazer fjölskyldan vill selja United og er opið fyrir tilboð á næstu vikum. Jim Ratcliffe hefur látið vita að hann vilji kaupa félagið og er búist við að þessi ríkasti maður Bretlands muni leggja mikið á sig til að félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur