Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og Jurgen Klopp stjóri liðsins hefur þungar áhyggjur af stöðunni.
Liverpool hefur aðeins sótt eitt stig á nýju ári og sæti í Meistaradeildinni að ári er í hættu girði liðið sig ekki í brók.
Liverpool er lélegasta liðið í ensku úrvalsdeildinni frá því að nýtt ár gekk í garð en liðið gerði jafntefli við Chelsea á heimavelli, öðrum leikjum hefur liðið tapað.
Nottingham Forest er besta lið deildarinnar á nýju ári en liðið hefur sótt 11 stig í fimm leikjum og fjarlægist falldrauginn.
Arsenal hefur sótt sjö stig í fjórum leikjum og Manchester City níu stig í fimm leikjum, Manchester United hefur sótt stigi meira en nágrannar sínir.
Tölfræði um þetta.