fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Helgi ræddi breytingarnar – „Réttlætið finnst mér ekki mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 15:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, er ekki hrifinn af nýju fyrirkomulagi sem verður í Lengjudeild karla á næstu leiktíð.

Þetta var á meðal þess sem var til umræðu þegar Helgi mætti sem gestur í sjónvarpsþáttinn 433.is á Hringbraut í gær.

Með nýju fyrirkomulagi fer aðeins efsta lið Lengjudeildarinnar beint upp í efstu deild. Liðin í 2. – 5. sæti munu svo leika um hitt sætið í deild þeirra bestu.

„Fyrirfram líst mér ekkert ofboðslega vel á þetta. Ég skil samt hugsunina, að fá spennu í þetta og alvöru úrslitaleik í lok móts um að komast upp,“ segir Helgi.

„Yfirleitt er stór munur á liði númer tvö og fimm, jafnvel fimmtán stig að lágmarki. Það getur verið svolítið ósanngjarnt að lið númer tvö spili við lið fimm, fái eitt rautt spjald og það eyðileggi allt sumarið.“

Fyrirkomulagið getur þó komið sér vel.

„Það sem gerist er að þú átt meiri líflínu ef þú byrjar tímabilið illa, sem getur kannski komið okkur að góðum notum í lok sumars. En réttlætið finnst mér ekki mikið í þessu.

Nú er búið að sitja þetta á og það þýðir ekkert að væla yfir því. Við þurfum að koma okkur upp og það eru tvær leiðir til þess. Það er annars vegar að vera í fyrsta sæti eða vinna þessa úrslitakeppni.“

Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild, og enn neðar hlusta á hann í hlaðvarpsformi.

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
Hide picture