Fjórir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. Um endurtekna leiki var að ræða.
Burnley vann dramatískan sigur á Ipswich, 2-1. Nathan Tella kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. George Hirst jafnaði fyrir Ipswich á þriðju mínútu. Ansi hressileg byrjun.
Það stefndi í framlengingu þegar Tella skoraði sigurmark Burnley í uppbótartíma.
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Burnley á 84. mínútu.
Sheffield United er komið áfram eftir sigur á Wrexham, sem barðist þó hetjulega. Staðan var 1-1 þar til í uppbótartíma en þá skoraði Sheffield tvö mörk.
Utandeildarlið Wrexham misnotaði vítaspyrnu á 71. mínútu.
Fleetwood og Grimsby eru einnig komin áfram. Fyrrnefnda liðið vann Sheffield Wednesday en það síðarnefnda vann ansi óvæntan stórsigur á B-deildarliði Luton. Grimsby er í D-deild.
Burnley 2-1 Ipswich
1-0 Nathan Tella (1′)
1-1 George Hirst (3′)
2-1 Nathan Tella (90+4′)
Sheffield United 3-1 Wrexham
1-0 Anel Ahmedhodzic (50′)
1-1 Paul Mullin (59′)
2-1 Billy Sharp (90+4′)
3-1 Sander Berge (90+6′)
Fleetwood 1-0 Sheffield Wednesday
1-0 Carlos Mendes Gomes (60′)
Grimsby 3-0 Luton
1-0 Harry Clifton (9′)
2-0 Danilo Orsi-Dadomo (28′)
3-0 Danny Amos (45+5′)