Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands, Birkir Bjarnason er búsettur á svæðinu í Tyrklandi þar sem gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir. Hann er óhultur en mikið mannfall er á svæðinu
Birkir leikur með Adana Demirspor sem er í borginni Adana í Tyrklandi.
Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.
Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Nú þegar hefur verið staðfest að tæplega 700 eru látnir og gæti sú talað hækkað.
Birkir hefur á Facebook síðu sinni látið vini og ættingja vita að hann sé óhultur en Birkir hefur verið búsettur í Tyrkland í 18 mánuði.
Birkir er 34 ára gamall en hann er búséttur í Tyrklandi ásamt unnustu sinni. Hann hefur leikið 113 landsleiki fyrir Ísland og átt afar farsælan feril sem atvinnumaður.