fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Áfall fyrir City – Geta ekki farið sömu leið og þegar UEFA refsaði félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:18

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í dag. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

Árið 2020 dæmdi UEFA enska félagið í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot á sömu reglum, þeim dómi var áfrýjað til íþróttadómstólsins, CAS, og látinn niður falla.

City getur hins vegar ekki áfrýjað þeirri refsingu sem það gæti átt yfir höfði sér frá ensku úrvalsdeildinni til CAS, vegna reglna deildarinnar. Það er Martyn Ziegler, blaðamaður Times, sem segir frá þessu.

City mun því ekki geta farið sömu leið og þegar dómi UEFA var áfrýjað um árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley