fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Áfall fyrir City – Geta ekki farið sömu leið og þegar UEFA refsaði félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:18

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í dag. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

Árið 2020 dæmdi UEFA enska félagið í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot á sömu reglum, þeim dómi var áfrýjað til íþróttadómstólsins, CAS, og látinn niður falla.

City getur hins vegar ekki áfrýjað þeirri refsingu sem það gæti átt yfir höfði sér frá ensku úrvalsdeildinni til CAS, vegna reglna deildarinnar. Það er Martyn Ziegler, blaðamaður Times, sem segir frá þessu.

City mun því ekki geta farið sömu leið og þegar dómi UEFA var áfrýjað um árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?