fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ten Hag var spurður út í Greenwood en harðneitaði að tjá sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag hafði engan áhuga á að tjá sig um málefni Mason Greenwood á blaðamannafundi Manchester United í dag.

Allar ákærur gegn Greenwood voru látnar niður falla í gær. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

„Ég get ekki bætt neinu við. Ég vísa til yfirlýsingar félagsins,“ sagði Ten Hag.

„Eins og ég er búinn að segja þá get ég ekki sagt neitt um framvindu mála. Ég get ekki sagt neitt um það. Ég vísa í yfirlýsinguna og eins og er mun ég engu bæta við.“

United mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Við höfum mikið að sanna gegn þeim. Fyrir tveimur vikum áttum við lélegan leik gegn þeim. Ég var ekki ánægður með frammistöðu okkar þá. Það var 90% orka og einbeiting og við töpuðum tveimur stigum. Á morgun þurfum við betri leik. Við þurfum að einbeita okkur betur í leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað