fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Erfiðara að fylgjast með leikmönnunum vegna Covid – „Það eru allir í sömu stöðu þar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 19:00

Davíð Snorri Jónasson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í flokki 21 árs og yngri dróst í riðil með Dönum, Tékkum, Litháen og Wales í undankeppni Evrópumótsins 2025. Dregið var í dag. Davíð Snorri Jónasson þjálfar Ísland og er spenntur fyrir verkefninu, sem hefst í haust.

„Fyrstu viðbrögðin voru góð. Þetta er spennandi verkefni að takast á við. Við fáum góða leiki við góð lið og það er það sem ég er ánægður með,“ segir Davíð í samtali við 433.is.

Ísland var nálægt því að komast í lokakeppnina sem fram fer í ár en tapaði í umspili, einmitt gegn Tékkum. Ljóst er að breytingar verða á leikmannahópum á milli keppna í ljósi aldurstakmars. „Ég á von á því að það verði breytingar á flestum liðum,“ segir Davíð.

Leikmenn fæddir 2002 og fyrr eru gjaldgengir í undankeppni EM 2025. Það hefur verið erfiðara að fylgjast með leikmönnum á þessu aldursreki undanfarin ár sökum kórónuveirufaraldursins. Evrópumóti U-19 ára og yngri var til að mynda aflýst bæði 2020 og 2021.

„Það eru allir í sömu stöðu þar. Það er kannski erfitt að lesa í það. Stundum getur maður lesið í árgangana með því að skoða hvernig þeir voru í U-17 og svo U-19 en nú er það aðeins erfiðara.“

Davíð þarf að stokka upp í liði sínu að hluta fyrir næstu undankeppni. Hann hefur verið að skoða leikmenn undanfarið, til að mynda í vináttulandsleik gegn Skotum í nóvember, sem vannst 2-1. Þá mætir liðið Írum ytra í lok mars.

„Fyrsta verkefnið hjá þessu liði var að spila í nóvember við Skota. Svo verður U-19 keppnin búin þegar næsta U-21 árs keppnin byrjar þannig leikmenn fæddir 2004 og 2005 geta líka barist um sæti í liðinu. Við verðum með spennandi og skemmtilegt lið.“

Davíð hefur kallað saman lið til æfinga í næstu viku sem aðeins er skipað leikmönnum sem spila hér heima.

„Við erum að skoða leikmenn. Við tókum æfingalotu áður en við fórum út í nóvember. Þá hittumst við með þennan hóp og svo aftur núna. Ég hlakka til að hitta þessa stráka í næstu viku. Það eru sæti í boði fyrir leikinn við Írana,“ segir Davíð Snorri Jónasson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar