fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arteta og Jorginho tjá sig um stóru fréttir kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho gekk fyrr í kvöld í raðir Arsenal frá Chelsea.

Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.

Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

„Jorginho er miðjumaður sem er klár, með mikla leiðtogahæfni og mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Hann hefur unnið mikið á ferlinum en hefur enn hungur til að gefa af sér hér.“

Jorginho tjáði sig sjálfur. „Þetta er ótrúlegt félag og ég er svo spenntur fyrir því að vera hérna.

Ég mun reyna að hjálpa með reynslunni sem ég hef öðlast hjá öðrum félögum. Ég mun gera hvað sem er til að hjálpa liðinu að ná enn lengra, það er mitt markmið. Ég get lofað því að ég mun gefa allt sem ég á fyrir þetta félag.“

Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.

Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum