Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, birti skemmtilega mynd af sér og Marcus Rashford á Instagram.
Faðir Kai er auðvitað ein mesta goðsögn í sögu Manchester United. Hann starfar í dag sem aðalþjálfari DC United í MLS-deildinni vestanhafs.
Rashford er einn besti leikmaður United um þessar mundir.
Kai er í akademíu félagsins. Hann birti mynd af sér með Rashford sem gleður marga stuðningsmenn United.