Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru vel á veg komnir í viðræðum við Chelsea um kaup á miðjumanninum Hakim Ziyech. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í kvöld og hefur heimildir sínar eftir franska miðlinum L’Equipe.
Sjálfur hefur Ziyech gefið grænt ljós á félagsskiptin og nú ræða félögin sín á milli um kaupverð.
Romano segir að viðræður muni halda áfram langt fram á kvöld ef nauðsyn krefur, það sé vilji til þess að klára þær í kvöld.
Ziyech er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur verið á mála hjá Chelsea síðan árið 2020 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá hollenska stórliðinu Ajax.
Hann hefur verið í aukahlutverki hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili, aðeins komið við sögu í tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Paris Saint-Germain are in advanced negotiations to sign Hakim Ziyech from Chelsea! Player has already accepted — as the two clubs are now discussing final formula of the deal 🚨🔴🔵 #PSG
Negotiations will continue to get it done tonight — first call on Ziyech, @lequipe. pic.twitter.com/xFU6mhSR9r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023