Brasilíski vængmaðurinn Marquinhos, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal er nálægt því að ganga í raðir enska B-deildar liðsins Norwich City á láni. Frá þessu greinir The Athletic.
Hinn 19 ára gamli Marquinhos gekk í raðir Arsenal fyrir yfirstandandi tímabil frá uppeldisfélagi sínu Sao Paulo.
Hjá Arsenal hefur Marquinhos fengið tækifæri með aðalliði Arsenal í 6 leikjum og hefur hann skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu í þeim leikjum.
Litið er á hann sem spennandi leikmann félagsins til framtíðar en litið svo á að það muni gagnast honum að fara á láni út yfirstandandi tímabil hið minnsta.