Forráðamenn Benfica sitja nú á fundi þar sem rætt er hvort taka eigi tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea í miðjumanninn Enzo Fernandez.
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter en í gær barst tilboð frá Chelsea í leikmanninn og hljómaði það upp á 105 milljónir punda.
Forseti Benfica, Rui Costa, er á meðal þeirra sem sitja fundinn sem nú stendur yfir.
Félagsskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 23:00 að íslenskum tíma annað kvöld.
Samþykki Benfica 105 milljóna punda tilboðið yrði það met í Bretlandi.
More on Enzo Fernández. Understand there’s an internal meeting at Benfica right now to make final decision with president Rui Costa involved. 🚨🔵🇦🇷 #CFC
Chelsea are waiting after pushing in two meetings in the last 24h and €120m bid — with player side waiting too. pic.twitter.com/9AdM14kn0M
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023