fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Arsenal ætlar að slá heimsmet og fá til sín lykilleikmann Manchester United

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 18:15

Alessia Russo, leikmaður Manchester United / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur lagt fram risatilboð í Alessiu Russo, leikmann Manchester United og yrði það samþykkt myndi upphæð kaupverðsins verða að heimsmeti í kvennaknattspyrnunni. Frá þessu greinir The Athletic.

Russo, sem er 23 ára, hefur átt í viðræðum við Manchester United um nýjan samning en hingað til hafa þær viðræður ekki borið árangur. Samningur leikmannsins rennur út í sumar en ekki hefur.

Arsenal hefur blandað sér í málin með stóru tilboði í Russo sem hefur skorað fimm mörk í níu leikjum í efstu deild kvenna á Englandi á þessu tímabili. Heimsmetið í kvennaknattspyrnunni þegar kemur að kaupverði leikmanna er 400 þúsund pund. Það var sett þegar Keira Walsh gekk til liðs við Barcelona frá Manchester City á síðasta ári.

Norður-Lundúna liðið hefur verið í vandræðum fram á við vegna meiðsla lykilleikmanna sinna en bæði Beth Mead og Vivienne Miedema eru frá vegna meiðsla.

Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal hefur áður greint frá því í samtölum sínum við fjölmiðla að hann vilji bæta markaskorara við leikmannahóp liðsins og er það eiginleiki sem Russo fellur vel inn í.

Russo lék lykilhlutverk í landsliði Englands sem varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra. Hún á að baki 17 A-landsleiki fyrir England og hefur skorað tíu mörk í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Í gær

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield