fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Arsenal ætlar að slá heimsmet og fá til sín lykilleikmann Manchester United

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 18:15

Alessia Russo, leikmaður Manchester United / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur lagt fram risatilboð í Alessiu Russo, leikmann Manchester United og yrði það samþykkt myndi upphæð kaupverðsins verða að heimsmeti í kvennaknattspyrnunni. Frá þessu greinir The Athletic.

Russo, sem er 23 ára, hefur átt í viðræðum við Manchester United um nýjan samning en hingað til hafa þær viðræður ekki borið árangur. Samningur leikmannsins rennur út í sumar en ekki hefur.

Arsenal hefur blandað sér í málin með stóru tilboði í Russo sem hefur skorað fimm mörk í níu leikjum í efstu deild kvenna á Englandi á þessu tímabili. Heimsmetið í kvennaknattspyrnunni þegar kemur að kaupverði leikmanna er 400 þúsund pund. Það var sett þegar Keira Walsh gekk til liðs við Barcelona frá Manchester City á síðasta ári.

Norður-Lundúna liðið hefur verið í vandræðum fram á við vegna meiðsla lykilleikmanna sinna en bæði Beth Mead og Vivienne Miedema eru frá vegna meiðsla.

Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal hefur áður greint frá því í samtölum sínum við fjölmiðla að hann vilji bæta markaskorara við leikmannahóp liðsins og er það eiginleiki sem Russo fellur vel inn í.

Russo lék lykilhlutverk í landsliði Englands sem varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra. Hún á að baki 17 A-landsleiki fyrir England og hefur skorað tíu mörk í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar