Moises Caicedo hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa lið Brighton og gaf út færslu fyrir helgi.
Caicedo opnaði sig á Instagram og þakkaði Brighton fyrir tíma sinn þar en vill nú semja við stærra félag.
Chelsea og Arsenal hafa áhuga á Caicedo en það síðarnefnda bauð 60 milljónir í miðjumanninn en því boði var hafnað.
Brighton hefur móttekið skilaboð Caicedo en setur himinháan verðmiða á leikmanninn eða 90 milljónir punda.
The Independent greinir frá en það eru ekki miklar líkur á að ensku félögin borgi svo háa upphæð fyrir Caicedo.
Brighton var ekki ánægt með hegðun Caicedo en samþykkir að leyfa honum að fara en aðeins fyrir rétt verð.