Stórlið Juventus og AC Milan voru í bullinu í Serie A í dag og töpuðu bæði sínum leikjum á heimavelli.
Tap Juventus kemur gríðarlega á óvart en liðið lá fyrir nýliðum Monza 2-0 og er Meistaradeildadraumur liðsins alveg úr sögunni.
Juventus var nýlega refsað fyrir að brjóta lög UEFA og missti 15 stig og situr í 13. sæti deildarinnar með 23 stig úr 20 leikjum.
Monza er að gera betri hluti en það þessa stundina og er með 25 stig í 11. sætinu.
Fyrr í dag fékk AC Milan lið Sassuolo í heimsókn og steinlá en Milan fékk á sig fimm mörk á heimavelli í skammarlegu tapi.
Juventus 0 – 2 Monza
0-1 Patrick Ciurria
0-2 Dany Mota
AC Milan 2 – 5 Sassuolo
0-1 Gregoire Defrel
0-2 Davide Frattesi
1-2 Olivier Giroud
1-3 Domenico Berardi
1-4 Armand Lauriente
1-5 Matheus Henrique
2-5 Divock Origi