fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“

433
Laugardaginn 28. janúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjörvar Hafliðason, doktor Football.

Bjarni þótti efnilegur miðvörður og spilaði 22 yngri landsleiki og skoraði tvö mörk. Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi, var búinn að undirbúa mikla ræðu um einn leik þar sem Bjarni spilaði 21. árs landsleik gegn Spánverjum sem tapaðist 2-0 en Luis Enrique, núverandi landsliðsþjálfari Spánar spilaði allan leikinn.

Manjarin, sem lék lengi með Deportivo, skoraði mörk Spánverja.

„Veistu, þetta er skemmtilegt að heyra. Ég hafði bara ekki hugmynd um þetta,“ sagði Bjarni og hló. „Ég man ekki eftir einstökum leikmönnum.

En 21. árs liðið hafði tapað stórt fyrir Ungverjum og ég var ekki í þeim hópi. Ég kom inn í þennan leik og reif liðþófa nánast út úr liðnum og gat ekki rétt úr liðnum í nokkrar vikur.

Ég spilaði fyrri hálfleikinn og ég man tvennt. Annarsvegar að Albert Guðmundsson kom inn í klefa fyrir leik sem var þá sendiherra á Spáni. Hann peppaði okkur fyrir leik. Síðustu orð hans voru: Fari þið út og sigrið.

Hitt var að Spánverjarnir voru rosalega fljótir og spiluðu einnar snertinga bolta. Ég man eftir fyrra markinu þeirra var bang bang bang og einn miðjumaður fékk boltann og hann neglir boltann með ristinni í markið. Það var mjög erfitt að eiga við þá en við náðum samt að halda aftur af þeim og vorum að reyna eins og oft var í landsleikjum. Ekki bara að hlaupa á eftir leikmönnum en þetta var gott lið sem við vorum að eiga við.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
Hide picture