Arsenal var ekki fyrsta liðið til að setja sig í samband við vængmanninn Leandro Trossard.
Þetta staðfestir umboðsmaður leikmannsins og segir að Tottenham hafi viljað fá Trossard stuttu áður en hann gekk í raðir Arsenal.
Brighton vildi selja leikmanninn í janúarglugganum en hann náði ekki vel saman við stjóra liðsins, Roberto De Zerbi.
Tottenham tók hins vegar of langan tíma og var Arsenal ekki lengi að nýta sér þau mistök liðsins.
,,Tottenham hafði samband við okkur á síðustu tveimur vikum,“ sagði umboðsmaður leikmannsins.
,,Þeir sögðust vilja hann en vildu einnig að við myndum bíða. Á miðvikudag settum við okkur í samband við Arsenal og svo 24 tímum seinna var allt klárt.“