Sjónvarpskonan Emma Louise Jones er ansi vinsæl á samfélagsmiðlum, en hún starfar við umfjöllun um enska boltann. Getur það komið sér bæði vel og illa fyrir hana.
Jones er með 381 þúsund fylgjendur á Instagram og fær því, eins og gefur að skilja, mikla athygli.
Hún birti nýlega nokkur af þeim furðulegu skilaboðum sem hún fær á samfélagsmiðlum.
Í einum þeirra stóð: „Það er kominn upp annar gerviaðgangur á þínu nafni… Þar sem ég er kominn með athygli þína, geturðu sparkað í punginn á mér? Ég mun borga.“
Jones var hissa á þessum furðulegu skilaboðum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún opinberar slík skilaboð.
Í fyrra birti hún skjáskot af skilaboðum sem í stóð: „Ég er viss um að nærbuxurnar þínar lykta vel.“