Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá ÍA.
Hinn 31 árs gamli Árni hefur leikið allan sinn feril með ÍA en liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.
Hann heldur nú í Stjörnunnar, þar sem fyrir er markvörðurinn Haraldur Björnsson.
Yfirlýsing Stjörnunnar
VELKOMINN ÁRNI SNÆR ÓLAFSSON!
Stjarnan býður hjartanlega velkominn markvörðinn Árna Snæ Ólafsson sem hefur skrifað undir samning við félagið.
Árni Snær hefur leikið allan sinn feril fyrir ÍA þar sem hann hefur spilað 255 leiki fyrir sitt uppeldisfélag og staðið sig með mikilli prýði.
„Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter og mun gefa hópnum okkar mikið. Einnig hefur fótboltinn þróast í fullkomna átt fyrir Árna og ætlumst við til mikils af honum í sumar,“ segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari mfl. kk.
Við hlökkum til þess að fylgjast með Árna og vitum að stuðningsmenn eiga eftir að taka virkilega vel á móti honum!
Til hamingju Stjarnan & Árni!