fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Þessi ákvörðun Ronaldo hafi eyðilagt fyrir honum draumafélagsskipti á síðasta ári

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 10:09

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska knatt­spyrnu­goð­sögnin Cristiano Ron­aldo er sagður hafa skemmt heldur betur fyrir mögu­legum fé­lags­skiptum sínum til annað hvort Þýska­land­smeistara Bayern Munchen eða enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Chelsea á síðasta ári eftir að hann reyndi að komast frá fé­laginu síðasta sumar.

Það er spænska staðar­blaðið El Mundo sem greinir frá og segir að Jor­ge Mendes, þá­verandi um­boðs­maður Ron­aldo hafi haft sam­band við for­ráða­menn nokurra stórra fé­lags­liða í Evrópu síðasta sumar til þess að bjóða þeim Ron­aldo.

Meðal þessara fé­lags­liða voru Bayern Munchen og Chelsea og sam­kvæmt frétt El Mundo voru bæði fé­lög vel með­vituð um það hversu verð­mæt vara Ron­aldo gæti verið þeim en á­kvörðun Ron­aldo um að mæta ekki til æfinga hjá Manchester United í upp­hafi undir­búnings­tíma­bilsins hafi hins vegar fælt þau frá honum.

Í kjöl­far á­kvörðunar Ron­aldo segist El Mundo hafa heimildir fyrir því að for­ráða­menn bæði Bayern Munchen og Chelsea hafi sett sig í sam­band við um­boðs­mann hans og tjáð honum að á­hugi á því að fá Ron­aldo til liðs við sig væri ekki lengur til staðar.

Ron­aldo fékk samningi sínum við Manchester United rift eftir um­deilt við­tal sem hann veitti breska fjöl­miðla­manninum Pi­ers Morgan. Í við­talinu sagði Ron­aldo farir sínar ekki sléttar hjá Manchester United, hann væri þar gerður að svörtum sauð.

Við­talið vakti heims­at­hygli en nú er Ron­aldo orðinn leik­maður Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“