fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Olli úlfúð með spá sinni um lokaniðurstöðuna í enska boltanum – „Trúirðu þessu virkilega?“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 11:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary N­evil­le og Jamie Carrag­her, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­menn í knatt­spyrnu fóru mikinn á Sky Sports í gær­kvöldi þar sem þeir voru beðnir um að spá í spilin fyrir restina af yfir­standandi tíma­bili í ensku úr­vals­deildinni. Meðal þess sem þeir spáðu fyrir um var hvaða lið myndu enda í Meistara­deildar­sætum að loka­um­ferðinni lokinni og skemmst er frá því að segja að þeir voru ekki sam­mála.

Stuðnings­menn Liver­pool og Chelsea eru vin­sam­legast beðnir um að líta undan í þessari yfir­ferð en sér­fræðingarnir tveir hafa ekki trú á því að liðin komist á gott skrið og vinni sig upp í Meistara­deildar­sæti það sem eftir lifir tíma­bils.

Chelsea er sem stendur í 10. sæti ensku úr­vals­deildarinnar og 152 milljóna punda eyðsla liðsins í janúar einum og sama verður ekki nóg, að mati Carrag­her og N­evil­le, til þess að koma liðinu upp í Meistara­deildar­sæti.

Gary N­evil­le hefur trú á því að læri­sveinar Antonio Conte hjá Totten­ham hafi það sem til þarf til þess að enda í 4. sæti ensku úr­vals­deildarinnar á yfir­standandi tíma­bili. Carrag­her telur hins vegar að eitt af spútník liðum tíma­bilsins, New­cast­le United nái að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu og endi í 4. sæti.

N­evil­le telur að Arsenal, topp­lið deildarinnar um þessar mundir, muni fatast flugið og enda í 3. sæti deildarinnar. N­evil­le telur að Manchester City verði meistari og að Manchester United muni enda í 2. sæti. Sem stendur eru Rauðu Djöflarnir 11 stigum á eftir Arsenal en Arsenal vann viður­eign liðanna um ný­liðna helgi.

N­evil­le var spurður að því í út­sendingu hvort hann trúði því virki­lega að United myndi enda fyrir ofan Arsenal?

„Arsenal var mun betra liðið en Manchester United um ný­liðna helgi en hefðu undan­farnir leikir spilast öðru­vísi hefði United geta verið þremur stigum á eftir Arsenal. Ég ætla bara að halda mig við mína spá, þetta er bara spá og maður getur haft rangt fyrir sér.“

Carrag­her telur hins vegar að það búi nægi­lega mikill styrkur í leik­manna­hópi Arsenal til þess að klára dæmið og tryggja sér Eng­lands­meistara­titilinn. Þá spáir hann því að Manchester City endi í 2. sæti, einu sæti ofar en Manchester United sem muni enda í þriðja sæti.

Spá Gary Neville:

  1. Manchester City
  2. Manchester United
  3. Arsenal
  4. Tottenham

Spá Jamie Carragher: 

  1. Arsenal
  2. Manchester City
  3. Manchester United
  4. Newcastle United

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar