Lazio valtaði yfir AC Milan á heimavelli í Serie A í kvöld.
Liðið var 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum frá Sergej Milinkovic-Savic og Mattia Zaccagni.
Luis Alberto og Felipe Anderson áttu svo eftir að bæta við mörkum fyrir Lazio í seinni hálfleik.
Lokatölur 4-0.
Milan er enn í öðru sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið, nú aðeins einu stigi á undan Lazio sem er í því þriðja.
Úrslitin þýða hins vegar að Napoli er með tólf stiga forskot á toppnum eftir jafnmarga leiki og Milan hefur spilað.