Olivier Giroud vill vera áfram hjá AC Milan á næstu leiktíð.
Samningur þessa 36 ára gamla framherja rennur út næsta sumar en vill Frakkinn framlengja.
„Ég vil framlengja samning minn við AC Milan. Við erum í viðræðum um að klára það, við erum að semja,“ segir Giroud.
Kappinn kom til Milan fyrir síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari með liðinu í vor.
Hann er gífurlega ánægður í Mílanó og virðist ekki á förum þó svo að núgildandi samningur hans renni út eftir þetta tímabil.
„Mig langar að klára ferilinn hérna.“
Giroud er hvað þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi, þar sem hann lék með Arsenal og Chelsea.
Hann varð Evrópumeistari með síðarnefnda liðinu vorið 2021 og hefur einnig orðið heimsmeistari með landsliðinu sínu.