fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Arsenal og Manchester City gengu bæði frá kaupum á nýjum leikmönnum í kvöld

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Manchester City, efstu tvö liðin í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir hafa bæði bætt nýjum leikmönnum við leikmannahópa sína í kvöld.

Pólski miðvörðurinn Jakub Kiwior er orðinn leikmaður Arsenal sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu og leik til góða á Manchester City.

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að allt sér klappað og klárt varðandi félagsskipti Kiwior til Arsenal. Hann gengur til liðs við félagið frá Spezia á Ítalíu fyrir um 25 milljónir evra.

„Það er frábært að Jakub hafi gengið til liðs við okkur,“ segir Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal um nýjasta leikmann félagsins. „Hann er ungur og fjölhæfur varnarmaður sem hefur sýnt að mikið er í hann spunnið hjá Spezia í ítölsku úrvalsdeildinni sem og með pólska landsliðinu. Jakob er leikmaður sem styrkir okkur og gefur okkur meiri gæði í varnarleiknum. Við bjóðum hann og fjölskyldu hans velkomna til Arsenal og hlökkum til samstarfsins.“

Þá greinir Romano einnig frá því í kvöld að argentínska hæfileikabúntið Máximo Perrone sé orðinn leikmaður Manchester City. Hann gengur til liðs við félagið frá Vélez á rúmar 9 milljónir evra og skrifar undir samning til ársins 2028 við Manchester City.

Perrone er 20 ára gamall miðjumaður, uppalinn hjá Vélez. Hann á að baki 33 leiki fyrir aðallið Velez og hefur í þeim leikjum skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning