fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Kom öllum í opna skjöldu hvað Guðni var alþýðlegur í heimsókn erlendis – „Fannst merkilegt hvar hann gisti og hvernig hann vildi ferðast“

433
Sunnudaginn 22. janúar 2023 07:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.

Jóhann Berg Guðmundsson er að eiga frábæra leiktíð með Burnley, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Vincent Kompany, stjóri liðsins, lofsöng kappann á dögunum.

„Vonandi eignumst við Íslendingar Íslending í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því við þurfum á því að halda,“ segir Hörður.

Nú hefur Jóhann Berg verið í Burnley í sjö ár. Það segir Hörður gott afrek.

„Þú þarft að vera nokkuð góður persónuleiki og karakter til að endast svona lengi í sama félaginu. Eins og við höfum séð í heimi fótboltans flakka menn oft víða. Hann hefur verið að festa sig í sessi og líður vel.“

Guðni hefur farið á heimaleiki Burnley.

„Ég sá Burnley spila á heimavelli fyrir 2-3 árum, þeir unnu Tottenham. Það var gaman að sjá hvað Jóhann Berg er í miklum metum þarna úti, ekki bara sem leikmaður heldur líka hluti af stórri liðsheild.

Þetta er flottur völlur, ekki með þeim stærstu en virkilega skemmtilegt andrúmsloft. Ég bjó á Englandi í samtals átta ár á sínum tíma og fór nokkrum sinnum á völlinn. Eins gaman og það er að fara á velli stórliðanna er líka mikil stemning að fara á völlinn ( hjá minni liðum). Hjá Burnley var andrúmsloftið svo rafmagnað.“

Hörður fór á völlinn stuttu eftir að forsetinn hafði verið þar.

„Ég fór nú þarna stuttu síðar og starfsfólki þótti merkilegt hvað forseti Íslands væri ekkert merkilegur með sig. Starfsfólkið sem var að taka á móti honum fannst merkilegt hvar hann gisti og hvernig hann vildi ferðast á völlinn. Þeim fannst hann ansi alþýðulegur miðað við forseta.“

Guðni tekur til máls á ný. „Það var mjög notalegt andrúmsloft þarna. Eigandinn var notalegur náungi og allt liðið.

Eftir það er Burnley í miklum metum hjá minni fjölskyldu og bættist við lista þeirra liða sem ég held með. Það er svo gott af því ég var þarna það lengi að ég er með lista af liðum sem standa hjarta mínu nærri. Hverja helgi get ég fagnað sigri einhvers staðar.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
Hide picture