Adam Ægir Pálsson er orðinn leikmaður Vals. Þetta staðfestir hann með furðulegu myndbandi á Twitter.
„Eg hafði val og eg valdi Val,“ skrifar Adam á Twitter.
Víkingur hafði gefið FH og Val leyfi til þess að ræða við Adam Ægi sem var á láni hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Adam átti frábært tímabil með Keflavík en Víkingur var tilbúið að selja hann, Adam valdi að fara í Val.
Adam er 24 ára gamall en síðasta tímabil var hans besta í efstu deild. Adam er þriðji leikmaðurinn sem Arnar Grétarsson fær til Vals en áður höfðu Elfar Freyr Helgason og Kristinn Freyr Sigurðsson skrifað undir hjá félaginu.
Eg hafði val og eg valdi Val 🦅 pic.twitter.com/j7jMg7WkTJ
— Adam Palsson (@Adampalss) January 20, 2023