Arsenal hefur hafið viðræður við Brighton um Leandro Trossard og eru þær nokkuð vel á veg komnar.
Trossard er 28 ára gamall. Belginn getur spilað úti á kanti og fyrir aftan framherja.
Arsenal missti af Mykhailo Mudryk til Chelsea á dögunum og er útlit fyrir að plan B sé Trossard hjá Brighton. Samningur hans rennur út í sumar og ætti hann því að vera fáanlegur á góðu verði.
Trossard hefur þegar samið um persónuleg kjör hjá Arsenal og þurfa félögin því bara að ná saman um kaupverð.
Á þessari leiktíð hefur Trossard skorað sjö mörk og lagt upp þrjú í sextán leikjum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
EXCLUSIVE: Arsenal have opened talks to sign Leandro Trossard from Brighton, negotiations are advanced with official bid ready for permanent move. 🚨⚪️🔴 #AFC
Personal terms already agreed — talks will continue to get deal done soon. pic.twitter.com/WgiCtz1jG1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2023