Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Manchester City tekur á móti Tottenham.
Bæði lið hafa spilað svipað undanfarið en Tottenham hefur unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og það sama má segja um meistarana.
Man City getur minnkað forskot Arsenal á toppnum í fimm stig með sigri og þá þarf Tottenham þrjú stig í Meistaradeildarbaráttunni.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Manchester City: Ederson, Lewis, Stones, Akanji, Ake, Rodrigo, Gundogan, Grealish, Mahrez, Alvarez, Haaland.
Tottenham: Lloris, Royal, Romero, Dier, Davies, Perisic, Hojbjerg, Bentancur, Kulusevski, Son, Kane.