fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bailly dæmdur í sjö leikja bann fyrir brotið skelfilega – Gæti haft áhrif á Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly hefur verið dæmdur í sjö leikja bann fyrir afar ljóta tæklingu í franska bikarnum fyrr í mánuðinum.

Bailly er á mála hjá Marseille á láni frá Manchester United. Liðið mætti D-deildarliði Hyeres í bikarnum á dögunum og vann 0-2 sigur.

Á 15. mínútu leiksins dró hins vegar til tíðinda þegar Bailly átti vægast sagt hræðilega tæklingu. Sá sem varð fyrir henni var Moussa N’Diaye og var honum keyrt burt á sjúkrabíl eftir atvikið.

Var hann fluttur á gjörgæslu en var úrskurðaður úr hættu degi síðar. Hann var hins vegar skaddaður á rifbeinum og var með eymsl í lungu og lifur.

Bailly fór á sjúkrahúsið að biðja N’Diaye afsökunar um leið.

Málið var tekið fyrir og hefur Bailly verið dæmdur í sjö leikja bann. Hann hefur þó þegar verið tvo leiki í banni og á því aðeins fimm eftir.

Miðvörðurinn verður næst klár 19. febrúar, þegar Marseille mætir Toulouse.

Bannið gæti haft áhrif á United. Marseille kaupir leikmanninn á sex milljónir evra í sumar ef hann spilar helming leikja. Þá þarf liðið einnig að komast í Meistaradeild Evrópu, en það er í þriðja sæti.

Þegar hefur hann aðeins  spilað tólf leiki í öllum keppnum og er því ekki víst að hann nái að spila 50% leikja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona