fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem Frakkarnir ætluðu að ræna af óléttri Söru Björk

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 08:31

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir vakti heimsathygli í gær fyrir pistil sinn um þá staðreynd að Lyon reyndi að stela laununum hennar.

Lyon neitaði að borga Söru Björk laun á meðan hún var ófrísk en þessi magnaða knattspyrnukona eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember árið 2021. „Ef Sara fer til FIFA með þetta þá á hún enga framtíð hjá Lyon,“ voru hótanir sem Lyon beitti þegar umboðsmaður Söru reyndi að fá launin hennar.

Sara segir frá því í pilstinum að henni hafi brugðið þegar launin hennar áttu að koma en franska liðið borgaði eins brot af þeim.

„Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki aðeins um viðskipti Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, konu og manneskju“ segir Sara.

Nú hefur svo komið fram að Sara fékk aðeins rúmar 27 þúsund evrur greiddar frá Lyon á meðan hún gekk með barn sitt. Hún fór með málið til FIFA sem dæmdi henni í hag og franska liðið þurfti að gera upp við hana.

Samkvæmt samningi hennar hefði Lyon hins vegar átt að greiða henni rúmar 109 þúsund evrur. Franska félagið hefur svo nú verið dæmt til að greiða henni skuldina sem er 82 þúsund evrur.

Sara hefur því fengið 12 milljónirnar sem hún átti inni hjá franska félaginu en málið er afar fordæmisgefandi í heimi kvennafótboltans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze
433Sport
Í gær

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann