Memphis Depay mun ganga í raðir Atletico Madrid og yfirgefur um leið Barcelona á Spáni.
Fabrizio Romano, blaðamaðurinn virti, greinir frá þessu og staðfestir að samkomulag sé í höfn á milli liðanna.
Samkvæmt Romano borgar Atletico í kringum 3-4 milljónir evra fyrir Memphis sem verður samningslaus í sumar.
Hollendingurinn er nú á leið til Madríd og mun gangast undir læknisskoðun hjá sínu nýja félagi.
Memphis skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028.