Guðný Árnadóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í sigri á Parma í Seria A í gær.
Guðný er á sínu öðru tímabili með Milan. Hún skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Parma.
Martina Piemonte hafði komið Milan yfir en Guðný innsiglaði svo sigurinn.
Milan er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Roma.
Hér að neðan má sjá mark Guðnýjar.