fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Ræddu líkamlegt atgervi Ísaks sem hefur sjálfur opnað á umræðuna – „Hann virkar aftur svolítið þungur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins hefur bætt á sig kílóum undanfarna mánuði. Þessu halda sérfræðingar Dr. Football fram í nýjasta hlaðvarpi sínu.

Ísak Snær var með íslenska landsliðinu í síðasta verkefni sem fram fór í síðustu viku og þar tók Hjörvar Hafliðason eftir þessu.

„Ég var að horfa á klippur úr þessum leikjum, Ísak Snær var oft að skjóta á sjálfan sig í sumar. Mjög gagnrýnin á sjálfan sig, án þess að vera… Hann virkar aftur svolítið þungur,“ sagði Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason tók í sama strengt.

„Ég er sammála þér, mér fannst það undir lok tímabilsins líka,“ sagði Albert en Ísak var seldur frá Breiðablik til Rosenborg í haust.

„Það tekur hann þrjár mínútur að skola þessu af sér, ég var að horfa á þetta. Það voru tvö moment þar sem ég tók eftir þessu,“ segir Hjörvar.

Albert hélt þá áfram að ræða þetta. „Það tekur hann þrjár mínútur að skola þessu af sér eins og þú segir en það tekur hann mjög fljótan tíma að bæta þessu á sig.“

Ísak var duglegur að ræða það í sumar að hann væri miklu léttari en hann var áður. „Hann hefur verið mjög opinskár með þetta, hann verður fljótur að kippa þessu í liðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum
433Sport
Í gær

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
433Sport
Í gær

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið