Bakvörðurinn Joao Cancelo er að skoða það að yfirgefa lið Manchester City eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu.
Cancelo hefur aðeins byrjað einn leik fyrir Man City síðan HM lauk en hann er talinn einn öflugasti bakvörður Evrópu.
Lið á Spáni, Ítalíu og Þýskalandi horfa til Cancelo sem er 28 ára gamall og kom til Englands árið 2019.
The Telegraph segir að framtíð Cancelo sé mjög óljós en Portúgalinn er þó samningsbundinn til ársins 2027.
Líkurnar á að Cancelo færi sig um set í janúar eru ekki miklar en ef hann vinnur sér ekki inn sæti fyrir sumarið mun hann að öllum líkindum kveðja.