Stjórn Everton var meinað að mæta á leik liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Ástæðan er sú að það voru mikil mótmæli fyrir Goodison Park en stuðningsmenn Everton eru bálreiðir yfir gengi liðsins.
Stuðningsmenn voru búnir að plana friðsæl mótmæli fyrir utan heimavöll liðsins en staðan varð fljótt nokkuð ofbeldisfull.
Kallað var eftir því að stjórnin myndi segja af sér og það sama má segja um stjóra liðsins, Frank Lampard.
Everton hefur lengi verið mjög stabílt félag í ensku úrvalsdeildinni en er í fallsæti fyrir umferð helgarinnar.