Watford hefur mikinn áhuga á því að fá Facundo Pellistri lánaðan frá Manchester United út þessa leiktíð.
Þetta herma heimildir Telegraph.
Pellistri er aðeins 21 árs gamall og leikur úti á kanti.
Hann var hluti af landsliði Úrúgvæ á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót. Þar heillaði hann Slaven Bilic, stjóra Watford.
Leikmaðurinn sjálfur vill fleiri mínútur og gæti því reynst gott skref fyrir hann að halda til Watford á láni.
Pellistri lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United gegn Charlton í 8- liða úrslitum enska deildabikarsins í gær. Þar vann liðið 3-0 sigur.
Watford leikur í ensku B-deildinni og er þar í fjórða sæti, sem gefur þátttökurétt í umspilinu um sæti í efstu deild.