Chelsea varð fyrir enn einu áfallinu í gær er liðið tapaði 4-0 gegn Englandsmeisturum Manchester City.
Chelsea er úr leik í þriðju umferð enska bikarsins eftir tapið og er það í fyrsta sinn sem það gerist í 25 ár.
Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, verður frá í nokkrar vikur eftir að hafa meiðst í tapinu í Manchester.
Pulisic er alls ekki fyrsti leikmaðurinn á meiðslalista en þeir Raheem Sterling og Pierre Emerick Aubameyang meiddist nýlega.
Það er alls ekki gott fyrir Chelsea sem hefur verið á skelfilegu skriði undanfarið og vantar sínar helstu stjörnur.