Lið Al Nassr í Sádí Arabíu er ekki búið og er enn að skoða að bæta við sig stórstjörnum.
Cristiano Ronaldo skrifaði undir samning við Al Nassr á dögunum en hann kemur frítt til félagsins.
Skiptin eru þó langt frá því að vera frí fyrir Al Nassr en Ronaldo er 37 ára gamall og er launahæsti leikmaður heims.
Samkvæmt Football Mercato er Al Nassr nú að skoða það að fá Eden Hazard í sínar raðir frá Real Madrid.
Hazard hefur alls ekki verið góður fyrir lið Real síðan hann kom frá Chelsea árið 2019 og verður samningslaus 2024.
Hazard er 31 árs gamall en hann var um tíma talinn einn besti leikmaður heims er hann lék með Chelsea.