Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Chelsea tekur á móti Manchester City.
Leikar hefjast klukkan 20:00 en Chelsea þarf að spila mun betur en undanfarið til að eiga möguleika gegn meisturunum.
Chelsea er fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með aðeins 25 stig og hefur unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.
Man City er í öðru sætinu með 36 stig og þarf á sigri að halda til að veita Arsenal alvöru keppni á toppnum en það síðarnefnda er með átta stiga forskot.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins á Stamford Bridge.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Koulibaly, Silva, Cucurella, Zakaria, Kovacic, Ziyech, Sterling, Havertz, Pulisic
Man City: Ederson, Walker, Stones, Ake, Cancelo, Rodri, Silva, De Bruyne, Gundogan, Haaland, Foden