Tímaritið FourFourTwo hefur birt lista sinn yfir tíu bestu knattspyrnumenn allra tíma.
Þar trónir Lionel Messi á toppnum.
Það vekur athygli að landi hans Diego Maradona er í öðru sæti, á undan Cristiano Ronaldo.
Pele, sem lést á dögunum 82 ára gamall, er í fjórða sæti.
Knattspyrnuáhugamenn kannast auðvitað við alla menn á listanum, en þar er hver stjarnan á fætur annari.
1. Lionel Messi
2. Diego Maradona
3. Cristiano Ronaldo
4. Pele
5. Zinedine Zidane
6. Johan Cruyff
7. George Best
8. Franz Beckenbauer
9. Ferenc Puskas
10. Ronaldo Nazario